Herbergi og aðstaða
Fell Listasetur er opið frá 10. janúar - 31. maí og frá 15. ágúst til 15. desember.
Svefnherbergin eru á sameiginlegum gangi í vistálmu. Fyrir enda gangsins er komið inn í litla bókastofu sem snýr í suður en þar er gott að setjast niður með bók og kaffi eða til að spjalla í tveimur þægilegum sófum sem hana prýða.
Í húsinu geta dvalið samtals 6 - 8 einstaklingar samtímis. Tvö tveggja manna og tvö eins manns herbergi eru til leigu. Öll herbergin eru björt með góðu útsýni og tilvalin til skrifta og íhugunar.
Eldhúsið er fullbúið öllum tækjum til eldamennsku, ísskáp, eldavél, bakaraofni, örbylgjuofni, og uppþvottavél. Gott pláss er til að athafna sig við eldamennsku og máltíðir þar sem bæði er að finna borðpláss á eldhúseyju sem og við borðstofuborð.
Tvö salerni eru í húsinu og ein sturta. Í þvottahúsi er bæði þvottavél og þurrkari og útisnúrur við húsið.
Tveggja manna herbergi
- Fjöldi herbergja: 2
- Leiguverð fyrir viku : 45.000 kr. vikan
- Tvö 90cm rúm sem geta legið saman eða sundur, náttborð, fataskápur, skrifborð og stólar
Innifalið í leiguverði
Rúmföt, handklæði, hreinlætisvörur, WiFi og sameiginleg rými. Gestir sjá sjálfir um þrif og þvotta.
Sækja um aðstöðuEins manns herbergi
- Fjöldi herbergja: 2
- Leiguverð fyrir viku : 30.000 kr. vikan
- Eitt 120cm rúm, náttborð, fataskápur, skrifborð og stólar
Innifalið í leiguverði
Rúmföt, handklæði, hreinlætisvörur, WiFi og sameiginleg rými. Gestir sjá sjálfir um þrif og þvotta.
Sækja um aðstöðu