Náttúra og umhverfi
Í Tálknafirði ríkir mikil kyrrð og náttúrufegurð. Fjörðurinn sjálfur er tiltölulega lítill í samanburði við aðra firði á vestanverðum Vestfjörðum. Hvítur fjörusandur prýðir strendurnar og á mörgum stöðum er aðgrunnt og tilvalið til sjóbaða.
Loftslag er fremur svalt og þurrt og oft miklar stillur á sumrin sem og á vetrum en þó geta vetrarstormar geisað. Ekkert er þó til fyrirstöðu að dvelja á Felli að vetrarlagi og njóta stjörnuhimins og Norðurljósa.
Heitt vatn er að finna í firðinum m.a. á hlíðinni fyrir innan Litla-Laugardal þar sem hægt er að njóta útiveru í heitri laug sem kölluð er Pollurinn. Inni í sjálfu þorpinu er 25 metra löng sundlaug ásamt íþróttasal og líkamsræktaraðstöðu. Sundlaugin er staðsett við tjaldstæði sem þykir eitt af þeim bestu á landinu.
Fell er tilvalinn staður til styttri eða lengri gönguferða jafnt í firðinum sem og yfir fjallvegi í næsta fjörð fyrir norðan sem er Arnarfjörður.
Sunnan megin við Tálknafjörð liggur Patreksfjörður en úr honum liggja leiðir m.a. að Látrabjargi, einni stærstu byggð lundans á Íslandi sem og niður á Rauðasand sem er ein af stærstu og fegurstu ströndum Vestfjarða.
Samgöngur
Akstur
Akstursleiðin til Tálknafjarðar frá Reykjavik er um 6 klst. Leiðin er að mestu leyti malbikuð en tveir fjallvegir á leiðinni eru malarvegir. Ekið er um gróna firði og einstaklega fallegt landslag þar sem nær enga byggð er að finna.
Bensínstöðvar á leiðinni eru í Borgarfirði, Búðardal, Bjarkalundi og Flókalundi.
Akstur og sigling
Hægt er að sigla hluta leiðarinnar frá Stykkishólmi til Brjánslæk með ferju yfir Breiðafjörð. Aksturstími frá Reykjavík til Stykkishólms eru 2 klst, siglingin tekur síðan 2 og hálfa klst. og aksturinn frá Brjánslæk um 1 klst. Engar reglulegar rútuferðir eru frá Reykjavík.
Flug
Einnig er hægt að fljúga til Bíldudals í Arnarfirði með Norlandair en það tekur 30 mín. frá Reykjavík og um 30 mínútur þaðan að Felli. Í tengslum við flugið er rúta frá flugvellinum til Tálknafjarðar. Möguleiki er á að sækja fólk annaðhvort á ferjustað á Brjánslæk eða á flugvöllinn á Bíldudal gegn gjaldi.
Vegalengdir frá Felli
Km til hjarta Tálknafjarðar
Km til Bíldudals
Km til Patreksfjarðar
Km til Reykjavíkur
Þjónusta í byggð
Tálknafjörður: Hjá Jóhönnu
Í Tálknafirði er matvöruverslunin Hjá Jóhönnu staðsett í þorpinu sem er í 8 km fjarlægð
Tálknafjörður: Íþróttamiðstöð
Í íþróttamiðstöðinni á Tálknafirði er sundlaug, íþróttahús og tækjasalur. Þar er 25 metra útilaug, heitir pottar, barnavaðlaug og rennibraut. Í íþróttahúsinu er svo tækjasalur sem hægt er að fá aðgang að á vægu verði.
Tálknafjörður: Veitingahúsið Hópið
Veitingahúsið Hópið er opið allt árið og býður upp á heimilismat í hádeginu og matseðil með fjölbreyttu úrvali.
Patreksfjörður
Á Patreksfirði eru verslanir og veitingahús auk þess sem þar er bæði áfengisverslun og apótek. Á Patreksfirði er einnig heilsugæslustöð og sjúkrahús ásamt lögreglustöð og sýsluskrifstofu auk þess sem þar eru bifreiðaverkstæði Það tekur um 30 mínútur að aka til Patreksfjarðar.
Tálknafjörður: Pollurinn
Pollurinn eru steyptar laugar sem hitaðar eru með jarðhitavatni. Pollurinn liggur aðeins utar í firðinum en þorpið sjálft. Enginn aðgangseyrir er rukkaður en tekið er á móti frjálsum framlögum.