Um Fell
Fell er stytting úr nafninu Kvígindisfell sem er heiti á fellinu fyrir ofan bæinn. Þar hefur verið búið og þaðan róið á fiskimið allt frá landnámsöld. Kvígindisfell liggur utarlega við norðanverðan Tálknafjörð í Vestur-Barðastrandasýslu.
Dvalarstaður fyrir fólk í listum
Fell er með aðstöðu fyrir þá sem stunda ritstörf, tónlist og grafíska hönnun, þar sem mjög gott netsamband er í húsinu með ljósleiðara
Náttúra og umhverfi
Í Tálknafirði ríkir mikil kyrrð og náttúrufegurð. Fjörðurinn sjálfur er tiltölulega lítill í samanburði við aðra firði á vestanverðum Vestfjörðum.
Herbergi og aðstaða
Boðið er upp á 4 svefnherbergi ásamt sameiginlegri stofu, eldhúsi og baðherbergjum.
Leigutími og verð
Fell Listasetur er opið frá 10. janúar - 31. maí og frá 15. ágúst til 15. desember.